já, ég fór í dag þarna í perluna að checka á þessum diskum..


gerði það reyndar í fyrra líka og fann alveg nokkra ágæta.

en hvað um það, ég fer þangað með vini mínum og ég var með stórann innkaupalista.

hann innihélt svo sem John Lennon, Pink Floyd, George Harrison, Rolling Stones, The Doors og mikið meira.

og getiði hvað..

ég fann ekki EINN disk á innkaupalistanum! =O

ég keypti allavega Stones disk, Goats head soup minnir mig að hann hét og hann kostaði hvað.. 1600 krónur. ég meina, ég hélt þetta ætti að vera ódýrt :)

svo fann ég fullt af Uriah Heep, og keypti ég 2 sem skörtuðu báðir 20 lögum, á 500 og 700 kall!


ég meina.. haa?

og svo kíktum við á Pink Floyd diskana.. báðir Pink Floyd aðdáendur en ætluðum ekki að trúa hvað úrvalið var lítið, og það sem var þar, var bara alveg rááándýrt!

það var ekki einn einasti Doors diskur, eða ég leitaði og leitaði en sá ekkert, sá reyndar best of, en það var einhversstaðar í dvd unum.. og já ég sá live með þeim..


ég veit að þetta opnaði 5 apríl, og ég veit að ég var svoldið seinn þangað, en var virkilega svona lítið af þessu til?


svo voru básarnir yfir fullir sumir af einhverju rappi og píkupoppi. ég bara trúi ekki að fólk sé annaðhvort hætt að kaupa þessa tónlist inn, eða bara er að kaupa svo lítið að það er bara einhver skítur á priki!


það er sjaldgæft að finna snillinga hérna á 21. öldinni á borð við alla þessa tónlistarsnillinga sem voru hérna áður fyrr.

eins og hvaða kunnáttu þarf í rapp annað en að syngja og semja texta?.. kannskii.. eitt ódýrt hljómborð?
trommusett? og soundið er svo mixað að þetta gætu alveg eins verið pottar og pönnur úr eldhúsinu hjá mömmu.




ég er orðinn ansi pirraður á þessu.

Ef það væri ekki fyrir Valda, væri þetta alveg ömurlegt!


btw, ef fólk er að leita sér að sniðugu dóti sem er áritað r som.. kíkið til valda, hann á svo geggjað mikið af snilldardóti!