Þann 25. Febrúar (í dag) árið 1943 fæddist maður að nafni George Harrison.
Hann er eflaust best þekktur fyrir þátt sinn í einni áhrifamestu og þekktustu hljómsveit allra tíma, The Beatles…
Eftir Bítlanna fór hann á sólóferil, og gaf út margar plötur, og gaf hann út flest það efni sem ekki komst á plötur Bítlanna (plötur eins og All Things Must Pass) Hann gaf auk þess út margar góðar plötur til viðbótar, eins og Wonderwall Music, Living In The Material world og Dark Horse…
Hann átti líka þátt í Traveling Wilburys, súpergrúppa sem gaf út tvær plötur, og meðlimir þeirra voru; George Harrison, Jeff Lynne, Roy Orbison, BOb Dylan og Tom Petty…
Ég vonast nú til að allir munu votta þessum manni sína virðingu í dag, með að hlusta á eitthvað af efni hans…enda var hann lagahöfundur af guðsnáð, og hrikalega vanmetinn lagahöfundur…
Lengi Lifi Minning George Harrison…
-oRiley
Bætt við 25. febrúar 2007 - 11:49
Gleymdi að taka fram;
Eins og fólk veit þá lést hann þann 29. Nóvember 2001 úr Lungna krabbameini…
Þann 29. Nóvember 2002 voru haldnir miningatónleikar hans, Concert For George. Þar komu fram margir tónlistarmenn, eins og Paul McCartney, Ringo Starr, Eric Clapton, Tom Petty & The Heartbreakers, Billy Preston og Jeff Lynne
Eyes down, round and round, let's all sit and watch the moneygoround.