Þetta concert lið er skítapakk. Deep Purple komu hingað 2004 og ég borgaði 3700 krónur í stæði og miðaverð í stúku var þá minnir mig 4700.
Ástandið núna er náttúrulega bara fyrir neðan allar hellur. Eftir seinustu tónleika hjá Purple áttuðu Einar Bárðason og samstarfsmenn hans að það væri virkilega hægt að okra svona á fólki.
En hvað getum við gert í málinu? Eigum við að sleppa að borga þetta rán og sleppa um leið að sjá kannski uppáhaldshljómsveitir okkar á sviði. Ég efast um það að margir mundu taka þátt í því. Þessvegna getur þetta peningasjúka fólk haldið svona áfram að okra á okkur.
Bætt við 21. febrúar 2007 - 16:53
Ég hef einu sinni sent mail á concert og spurði þá hvort þeir gætu reddað Billy Joel á klakann og svar þeirra var “Nei, við erum að leita að einhverju spennandi núna”