Ekki lengur þrætt um eplið
Tæknifyrirtækið Apple hefur náð sáttum við útgáfufyrirtæki Bítlanna, Apple Corps. Apple kaupir vörumerkið af Apple Corps að mestu en fyrirtækið sem Bítlarnir stofnuðu fær þó einhver not af vörumerki sínu. Fyrirtækin hafa nú deilt í aldarfjórðung.
Steve Jobs, forstjóri Apple, segir deiluna fyrir dómstólum hafa verið „sársaukafulla“. Lög Bítlanna er ekki enn hægt að hala niður löglega á netinu en nú gætu þau orðið fáanleg á iTunes vefversluninni. George Harrison heitinn tók eftir tölvuauglýsingu árið 1980 frá Apple og hófst deilan þá. Þótti Harrison vörumerki útgáfufyrirtækisins og tölvurisans helst til lík, en Apple stofnuðu Bítlarnir árið 1968. BBC segir frá þessu.
Heimild MBL