Hérna á gullöldinni er alltaf eitthvað í gangi, á hverjum degi uppgötvar heppin einstaklingur nýja hljómsveit, hver kannast ekki við þá unaðslega tilfinningu.
En inn á milli leynast vonbrigði, sumar hljómsveitir eru bara ekki að gera sig fyrir ykkur, alveg sama þótt að allir lofa þær í hástert, og þú mundir hugsanlega vera barin(n) í köku fyrir að tjá gremju þína gagnvart ákveðnum hljómsveitum.
Jæja, nú ætla ég að gefa ykkur tækifæri á að lýsa yfir óánægju með þær hljómsveitir sem lofaðar eru hér. Og við skulum vona að engin berji þig í köku.
Ég skal byrja: Frank Zappa, nei ég er ekki að fíla hann, sorrý. Sumir halda vart vatni yfir honum en hann er bara ekki að gera sig hjá mér.
Ath. þessi þráður er stolin af öðru spjallborði og íslenskaður af mér.
Bætt við 4. febrúar 2007 - 16:41
Jæja, þar sem margir af hugurum eru misþroskaðir að þá vil ég minna á að þetta er ekki þráður til að rífast, og vinsamlegast haldið skítköstum út af fyrir ykkur, þetta er fyrirbyggjandi.