Þannig er mál með vexti að mér var að áskornast þessi líka forláta plötuspilari. Á bara engar plötur, heldur bara eitthvað drasl sem mamma og pabbi áttu í fornöld og ekkert skemmtilegt við það.

Ég var að spá hvort einhver hér ætti plötur uppá háalofti sem eru að safna riki og þú löngu búinn að henda plötuspilaranum.

Ef einhver vildi hreinlega bara leyfa mér að eiga einhverjar plötur þá væri það bara allgjör snilld. Það sem ég get gert í staðinn er að færa viðkomandi plötu yfir á geisladisk og læt viðkomandi fá í staðinn. Er með flottan spilara tengdann inná formagnara og þaðan inná mixer og svo beint í tölvuna þannig ég get tekið plöturnar upp.

Mér er í raun allveg sama hvaða plötur þetta eru. Væri bara gaman ef þetta væru þekktar hljómsveitir. Ekkert gaman að eiga plötuspilara og engar góðar plötur.

Er þegar farinn að færa yfir plötur yfir á diska fyrir mömmu og pabba og þau eru hæst ánægð með að geta loksins hlustað á tónlistina sína aftur og þurfa ekki að eiga plötuspilara. Ég geri þetta mjög vel og lögin eru í mjög góðum gæðum inná tölvunni.

Þannig díllinn er:
Þú átt plötu og leyfir mér að hirða hreinlega
Ég færi hana yfir á stafrænt form fyrir viðkomandi í staðinn og skila viðkomandi á geisladisk.

Já er að reyna að gera tilraun til þess að safna plötum. Á ekki eitt einasta stykki en á þennan fína plötuspilara :)
Cinemeccanica