Sem breyttu mig mest í það sem ég er í dag eða eitthvað þannig? Held að allt hafi jafn mikla áhrif… Allavega hjá mér er það þannig =)
en ef þú ert að tala um einsog áhrif á skapi t.d. Þá hefur Pink Floyd áhrif á mig… verð alltaf í svona “Verð að hafa allt dimmt” skapi… Hálfgerð þunglyndi en mér líður vel þannig… þannig að það er varla hægt að kalla þetta þunglyndi rsom =) Bara svona svipað og það…
Hjá mér eru það aðallega Floydarinn og Leddarinn, og einnig hellingur af öðrum hljómsveitum og tónlistarmönnum s.s. Queen, CCR, The Who, Bítlarnir, Bob Dylan, Eric Clapton o.fl. :D
Þar sem ég spila á slagverk þá hafa böndin sem eru með góðan slagverksleikara mest áhrif á mig.
Santana (1969-74) Jimi Hendrix Experience Led Zeppelin Cream Black Sabbath The Who Jefferson Airplaine Country Joe And ThE FIsh…
og auðvitað endalust fleira!
Bætt við 15. janúar 2007 - 20:42 Auðvitað gleymi ég að setja Pink Floyd á þennan stutta lista, eins og alltaf þegar maður gerir svona lista þá gleymir maður…
The Doors, Jim Morrison hafði áhrif á mig, The Rolling Stones hafði líka mikil áhrif á mig, Allir snillingarnir í þeirri hljómsveit, það er, Mick Jagger, Keith Richards, Ian Stewart, Ron Wood, Brian Jones, Will Wyman og Charlie Watts. Síðan Lynyrd Skynyrd, eiga einhver flottustu lög rokksögunnar að mínu mati.
Bítlarnir, Pink Floyd, Uriah Heep, David Bowie, Deep Purple og Jimi Hendrix, allt snillingar líka :)
jámm :) en fyrst þú nefnir Keith Richards, verðuru að nefna Mick Jagger, því Keith er ekki neitt án Micks, Mick er nebblilega svo góður í viðskiptum :)
Bob Marley, Billy Joel og Bítlarnir hafa líklegast fengið mig fyrst til að hugsa og verða að betri manni. Svo á eftir komu Led Zeppelin, Pink Floyd og Deep Purple í einni bunu á eftir. Sennilega eru þetta mestu “áhrifavaldar” á mínu lífi. Já, ég er að gleyma Queen.
Svo uppgötvaði ég alltaf fleiri og fleiri sveitir. En fyrir ári heyrði ég fyrst í Bruce Springstenn og hann hefur haft mjög góð áhrif á hugsunarhátt minn.
Það hefur engin tónlist áhrif á hugsun mína. Samkvæmt mér þá á tónlist ekki að hafa nein áhrif á hugsanir þínar, og þess vegna fer hrottalega mikið í taugarnar á mér þegar tónlistamenn þurfa að blanda sér út í stjórnmál.
Nei, ok, hins vegar finnst mér mjög fínt þegar fólk einsog t.d. Bono (í U2) er að berjast með góðum málefnum. Finnst að fólk ætti að nýta sér áhrifin sem það getur haft þegar það er orðið frægt.
Frank Zappa er það sem hefur einna mest áhrif á mig í dag. Það gerir lífið mitt mjög súrt og það er gaman ég get varla spilað neitt annað á gítarinn og þegar maður heyrir eitthvað sem allir segja að sé málið oftar en ekki finnst manni það hálf lélegt. Það er gaman að hlusta á Zappa það er alveg merkileg tónlist sem flestir ættu að kynna sér. þá er ég ekki að tala um bobby brown sem er lélegt Zappa lag.
KISS heæd ég, þeir fengu mig til að spila á gítar, hætti samt allt´i einu að hlusta á þá nokkuð lengi og hlustaði svo aftur á þá um daginn og hugsaði.. djöfull eru þeir eitthvað töff…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..