Smá pæling í sambandi við könnunina sem er núna. Hvenær byrjuðuð þið að hlusta á gullaldartónlist og af hverju?


Ég byrjaði mjög ung að hlusta á þetta, ég veit ekki hvað ég var gömul. Ég hlustaði eiginlega bara á það sem foreldrar mínir hlustuðu á og sérstaklega Is There Anybody Out There sem pabbi minn spilaði oft fyrir mig á gítar. Ég var fljótt búin að læra á plötuspilarann (áður en við fengum geislaspilara) og farin að hlusta á The Wall. Þegar við fengum geislaspilara man ég eftir að hafa hlustað á Spilverk Þjóðanna og örugglega eitthvað fleira. Ég man ekki eftir fleiru sem ég hlustaði á fyrr en ég fór fyrir 3 árum að hlusta á Night At The Opera með Queen og Echoes með Pink Floyd (Best of). Frá þeim tíma fór ég að kynna mér fleiri gullaldarhljómsveitir, þótt ég hafi mest hlustað á þessar tvær.