Deilan sem varð á milli Pink Floyd og Roger Waters er ein sú stærsta í tónlistarbransanum.
Þetta er bara of flókið mál til að rekja hérna, en ég skal reyna að skýra þetta fyrir þér.
Smám saman yfir tíðina hafði Roger verið að sanka að sér völdum innan sveitarinnar, fyrstu plöturnar eru til dæmis góð blanda af öllum fjörum meðlimum en þegar fer að líða á þetta að þá verður Roger allsráðandi, eins og á The Wall og Final Cut, þetta er basically bara efni eftir Roger (nema hvað 4 lög eða sirka á Wall), Roger réði öllu, og Gilmour var alls ekki sáttur við það.
Roger var heldur ekki skemmtilegur “yfirmaður”, hann er fúllyndur, uppstökkur, frekur og langrækin, það sést bara á því sem gerðist við Richard fyrir The Wall, Roger rak hann, því að hann kom ekki með nógu mikið efni (einnig eru til kenningar um að Richard hafi verið of djúpt sokkinn í kokaín fíkn en Roger hafði alltaf megnustu óbeit á eiturlyfjum eftir að besti vinur hans (Syd) hálfsturlaðist), hann rak þarna stofnmeðlim hljómsveitarinnar og bannaði honum að koma aftur, reyndar spilaði Richard með þeim á Wall tónleikum og var í raun eini “hljómsveitarmeðlimurinn” til að græða því að hann fékk bara laun eins og venjulegur session leikari á meðan alvöru hljómsveitarmeðlimirnir þurftu að borga upp bullandi tap á þeim túr.
Á endanum var deilan orðin það hávær innan Pink Floyd að Roger Waters hætti og leysti upp sveitina, hann hélt því fram að Pink Floyd væri bara ekki neitt án hans. En Gilmour ásamt hinum tveim endurvakti sveitina eftir stuttan tíma og þá fyrst varð Roger fúll, hann var gjörsamlega brjálaður yfir þessu uppátæki, hann fór með þetta í lögfræðinga og upp úr þessu kom ein stærsta deila innan tónlistarbransans sem stóð í mörg ár, lögfræðingar Rogers reyndu að grafa upp allt um hina þrjá og á tíma var þetta bara skítkast fram og til baka, á milli Waters og Gilmours. Lögfræðingar komust síðan að því að Roger gæti ekki stöðvar hina í að halda áfram með Pink Floyd og Roger gat því bara ekkert gert nema að sitja og horfa á (og reyna að slá Pink Floyd við á vinsældarlistum).
Þessi sár eru ekki að fullu gróin, þó svo að þeir séu nú farnir að talast við (örugglega ekki oft) og hafa nú komið saman einu sinni, á Live8 tónleikunum.
Nú er það sagt að Roger vilji endurvekja Pink Floyd með öllum hinum, að hann vilji starfa með gilmour aftur en Gilmour er víst ennþá frekar sár yfir öllum skítnum sem Roger kastaði fyrir tæpum tuttugu árum að hann er ekki tilbúinn í samstarf, ekki strax. En þetta eru nú bara sögusagnir, held ég, ekkert staðfest, bara svona “hint” í viðtölum og þess lags.
En við getum samt sleppt því að láta okkur dreyma um endurkoma Floyd, ég ætla allavega ekki að halda í vonina, maður verður bara fyrir vonbrigðum, en það væri nú samt gaman, að þeir kæmu saman (þetta rýmar) á ný.
Það væri í raun hægt að skrifa heila grein um þetta, og kannski að maður geri það, væri einhver til í að lesa gerin um þetta?
Bætt við 3. janúar 2007 - 11:06
Og já, samkvæmt Mason er Roger Waters stjórnsamasti maður í heimi og það er víst ekkert spes að vinna með honum, eða fyrir utan snilligáfu hans.