Gulladarplaylistinn minn.


1. Starman með David bowie þetta lag fjallar nú eins og allir vita um mann sem býr í skýjunum og hver man ekki eftri því þegar Magni tók þetta í rockstar?

2. Deep purple með lagið Smoke on the water sem byrjar á einföldu gítarstefi sem allir ættu að kannast við.

3. Lagið Don’t try sucide með Queen af eitt af bestu plötum Queen “The game” að mínu mati. Þetta er gáfulegt lag um að fremja ekki sjálfsmorð sem sumir gera, ætlaði ekki Brian May að fremja sjálfsmorð (leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér).


3. Dy’er Ma’ker með led zeppelin er svolið svona Reggie sem er bara flott fyrir led zeppelin.

4. Uriah heep kemur hér í fjórða sæti með lagið Easy Livin’ sem er frábært lag að minu mati og það besta sem ég hef heyrt með þeim.

5. Paint it black með The Rolling stones kemur í 5 sæti. Þessi smellur fjallar mest bara um að allt verði svart og einhvað rugl, sem er bara skemmtilegt. Þar að meðal tók Ryan það minnir mig í Rockstar og stóð sig með príði.

6. AC/DC með lagið Thunderstruck trótnar og trallar ´6 sæti. AC/Dc er eitt af mínum uppáhalds hljómsveitum. Þetta lag ættu líka allir að þekkja.

7. Jethro Tull kemur í 7 sæti með lagið Thick as a brick sem byrjar á flautu leik Ian Anderson og heldur hann honum áfram alveg allt lagið.

8. Cat stevens kemur í 8. sætið með lagið Wild World. Snilldar lag. Einfaldlega er lagið um viltan heim.

9. Síðan kemur eitt annað lagið með Queen og heitir I Want It All og þetta ómetanlega góða lag fjallar um að einhvern sem vill allt

10. Aerosmith - Walk This Way kemur í 10 og seinasta sæti á þessum lista hjá mér og þetta lag fjallar einfaldlega um að fara þessa leið eins og segir í laginu “walk this way”.