Þetta er gamall plötudómur sem ég gerði einhvern tímann. Ég ákvað að setja hann hérna inn að gamni. Þetta er nú frekar lélegur plötudómur þess vegna set ég hann í korkar en ekki í greinar
Trúbrot er skipað af
Gunnar Þórðarson: Gítar
Rúnar Júlíusson: Bassi
Karl Sighvatsson: Orgel
Magnús Kjartansson: Píanó
Gunnar Jökull Hákonarson: Trommur
1. 1. Forleikur ( 1:29)
Instrumental lag, lagið byrjar af miklum krafti, svo hættir allt og flauta kemur inn og maður talar ( 9/10)
2. Margföld lifun mér (1:43)
Hratt lag og í lokin byrjar söngurinn, magnað lag. Byrjunin er svolítið fyndin en svo breytist lagið. ( 9/10)
3. Hush-A- bye (2:39)
Allt í lagi lag, ekki nógu gott ( 6/10)
4. To be Grateful (2:35)
Frábært lag, fekar rólegt. Bara spilað á píanó og trommur. Textinn byrjar á, I am just a happy little boy. (10/10)
5. School Complex (1:44)
Hratt og kraftmikið lag og textinn fjallar um að fá ekki að sleppa við skólann. (8/10)
6. Tangerine Girl ( 2:12)
Hratt og skemmtilegt lag, Næst besta lagið á plötunni. (9/10)
7. Am I really livin (3:48)
Besta og lengsta lag plötunnar. Trommuleikurin er mjög góður í laginu. kraftmikið lag. ( 9/10)
8. 2. Forleikur ( 2:58)
Instrumental lag, bara spilað á flautur og trommur í laginu. Hratt lag en samt rólegt í endann. Mjög gott lag. ( 8/10)
9. What we believe ( 3:27)
Hratt og fínt lag. Samt ekki alveg nógu gott, endirinn bestur. (7/10)
10. Is there a hope for tomorrow ( 2:37)
Eiginlega bara spilað á píanó í laginu og aðeins á trommur. Skemmtilegt lag ekki mjög hratt. ( 8/10)
11. Just another face ( 1:54)
Hratt og skemmtilegt, sérstaklega viðlagið ( 8/10)
12. Old man ( 3:09)
Grípandi lag, frekar rólegt. (8/10)
13. Death an finale ( 3:26)
Instrumental lag, fyrst er bara spilað rólega á orgel svo þegar lagið er hálfnað verður það rosalega kraftmikið. Gítarinn, bassinn, trommurnar og píanóið koma inn , magnaður endir. (9/10)
Allt í allt fær þessi plata 9/10 í einkunn, skyldueign fyrir þá sem vilja hlusta á góða tónlist. Lögin mættu reyndar vera lengri annnars er ekkert hægt að setja út á plötuna