Ég hef verið að pæla. Ég hlusta nánast aldrei á stakt lag á Dark Side Of The Moon. Ef ég ætla að hlusta á eitthvað eitt lag á honum þá spila ég allan diskinn í gegn, þetta er bara orðinn vani hjá mér.
jebb, hlusta eiginlega aldrei á hana, og mjög sjaldan stök lög. Ef ég ætla mér að hlusta á hana að þá set ég hana í græjurnar, og hækka vel, er ekki einu sinni viss um hvort hún sé inni í tölvunni.
Jamm það er það sama hér, að hlusta á þessa plötu í gegn er náttúrulega yfirgengilega flott…ég læt alltaf bara á Speak To Me og spila alveg í gegn;)…Og eftir það finnst mér eins og ég hafi bara verið að hlusta á eitt langt lag! :)
en ég var að horfa á making of the dark side of the moon..ég verð að segja..ég fell alltaf meira og meira fyrir þeim því meira sem ég horfi á þessa mynd!! :O =D
Bætt við 10. desember 2006 - 13:39 og svo þegar ég hlusta á þessi lög..þá bara..mmm elzka þá =D
..og já..svo er ég líka kominn leið á brain damage.. :O
Jabb. En Great Gig In The Sky er þá undanskilið. Elska þetta lag út af lífinu og sérstaklega að hafa það á repeat í mp3-spilaranum mínum meðan ég læri.
Annars verður maður eiginlega að hlusta á allan diskinn.
Bætt við 13. desember 2006 - 04:01 Hinsvegar með The Wall, sem á að vera eins, get ég aldrei hlustað á alla plötuna (eða plöturnar). Mér finnst einfaldlega vanta helminginn þegar myndin er ekki :S
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..