Mig langar bar að deila með ykkur því frábæra Bítla lagi Free As A Bird .
John Lennon tók upp grófar upptökur af því ári 1977(3 árum áður enn hann dó og 7 árum eftir að Bítlarnir hættu) og árið 1995 þegar Anthology 1, fyrsti partur Anthology seríunnar, var það gefið út í auglýsingaskynu meðal annars. John hafði aldrei klárað lagið en Paul, Ringo og George ásamst ELO gaurnum Jeff Lynne höfðu hreinsað upptökuna og klárað það. Þeir gáfu aukþess út frekar flott myndband sem vann Grammy verðlaun árið 1997, en það inniheldur allskonar dót sem tengist lögum og hlutum sem Bítlarnir hafa komið að á einhvern hátt… Persónulega finnst mér þetta lag rosalega flott og gott að það hafi verið gefið út.
http://www.youtube.com/watch?v=0D196-oXw2k
því miður er myndbandið ekki í frábærum gæðum, en ég mæli með því að fólk kaupi Anthology tónlistina (það er fyrsta lagið á Anthology 1) og DVD-ið, ég keypti DVD-ið um daginn og það er snilld ein og myndbandið er að sjálfsögðu þar!