Jesus. Ekki hlusta á þetta fólk. Aqualung er jú góð plata mímímímí… En ef þú villt hlusta á Tull þegar þeir voru hvað bestir þá hlustarru á Stormwatch, Song From the Wood og Heavy horses. Svo ferðu út í minstrel og Aqualung.
Ef þú ert mikill blúsari þá væri skemmtilegra fyrir þig að hlusta á fyrstu plöturnar þeirra, This Was og Stand Up.
En byrjaðu ekki að hlusta á Thick as a Brick né A passion play. Það voru plötur sem voru gerðar til að pirra fólk og gera grín af aðdáendum. Þótt þetta séu ótrúlegar plötur þá gefa þær ekki alveg rétta mynd af þeim
Svo mæli ég með öllum þeim glássa af myndböndum á youtube. Bara vara þig við; Allt eftir 1981 er öööööööööööööööööööööömurlegt. Hljómsveitin fór í rúst 1980 eftir dauða John Glascock. Barrie Barlow hætti ásamt John Evans og Dee Palmer. Í örvæntingunni fer Ian að taka nýja stefnu sem bókstaflega suckar. Syngur eins og með klemmu á nefinu og ógeðslegt að hlusta á mannin. Þetta tímabil gjörsamlega eyðilaggði Tull og Ian veit það.
En já veit að þetta kemur seint en kemur þó:D