Það er til ýmsar pælingar um það um hvað texti We are the Champions fjalli í raun og veru. Sumir vilja hreinlega kalla lagið “gay anthem” (það stendur t.d. á allmusic.com) meðan aðrir vilja meina að um sé að ræða hvatningarræðu fyrir hvaða minnihlutahóp sem er. Sjálfur hef ég alltaf haldið (eftir að hafa lesið einhversstaðar einhverntíman) að lagið fjallaði um sigur Queen á pressunni og tónlistargagnrýnendum og um það hversu fáránlega vinsælir þeir náðu að verða þrátt fyrir að vera aldrei teknir alvarlega af pressunni. Mér finnst það mjög líkleg skýring enda þarf ekki að leita langt til að leita að lélegum plötudómum um Queen. Sjáið bara allmusic:
http://allmusic.com/cg/amg.dll?p=amg&sql=11:97rvad7kv8wj~T2 Þarna fær hver snilldar platan á fætur annarri 2 stjörnur, sem er auðvitað fáránlegt. Ef þið skoðið dómana svo er það sem sagt er ekki í neinu samræmi við stjörnugjöfina oft á tíðum :S
Hvaða skoðun hafið þið? Þætti gaman að heyra fleiri skoðanir.
Svo er þetta hérna algjör snilld:
“In 1992 eighth-graders at Sacred Heart School in Clifton, New Jersey, were forbidden from playing the song ‘We Are The Champions’ by the British rock group Queen, at their graduation ceremonies. School officials refused to allow the song after learning that Queen's lead singer, Freddie Mercury, was gay and had died of AIDS complications a year earlier. When students tried to protest the decision, officials canceled the entire graduation ceremony rather than let the song be played.”
Er hægt að vera með meiri hommafóbíu?
Að lokum má kannski bæta við að sumir kenna allmusic hreinlega um það hversu mikið fólk klínir samkynhneigð á lagasmíðar Queen:
http://www.songmeanings.net/lyric.php?lid=10085
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _