Ég fór um helgina loksins í Geisladiskabúð Valda. Þar var allt of mikið af góðum diskum! :O Erfitt að missa sig ekki … Allavega, ég rakst á DVD disk með Jethro Tull og ákvað að kaupa hann þótt ég hafi ekki heyrt um hann. Hann heitir Slipstream og er bæði tónleikar og music video til skiptis. Ég tók strax eftir því að það var logo úti um allt sem var nokkurnveginn A og með því að leita á netinu fann ég út að þetta er plata með þeim … Hinsvegar stóð ekkert um það hvað þetta A á að þýða. Í video-unum og á tónleikunum voru þeir gjarnan klæddir í föt merkt þessu logoi.
Kannski er þetta bara eitthvað common sense hjá Jethro Tull aðdáendum :P En ég er ekki búin að lesa neitt um þá heldur hlusta á tónlistina svo ég veit ekkert meira en að Ian Anderson er söngvarinn og flautuleikarinn :P