Hér er ég með myndband með þónokkuð viðurkenndri Led Zeppelin cover-hljómsveit, sem kalla sig Led Zepagain.

Sumir hérna kannast kannski við þá.

Sjálfur finnst mér þeir svona sæmilega hallærislegir, og svo eru þeir að reyna alltof mikið. Ég skil heldur ekki hvernig þeir geta þetta, ég gæti aldrei haft það að atvinnu að reyna eins vel og ég gæti að líta út eins og einhver annar. Sérstaklega þegar þeir vilja líta á sig sem tónlistarmenn. En það er auðvitað bara mín skoðun.

Verð líka að taka það fram að það var Ofurmenni sem benti mér á þetta, og fær hann þar af leiðandi allan heiðurinn að þessum korki.

En já, dæmi nú hver fyrir sig.

http://youtube.com/watch?v=imbigerSGZQ