
Reyndar finnst mér persónulega Paul McCartney alltaf hafa verið frekar leiðinlegur persónuleiki miðað við John Lennon, kannski hef ég rangt fyrir mér en ég er bara að segja frá mínu sjónarmiði. Auðvitað er nokkuð erfitt að setja sóló feril þeirra tveggja saman og segja hver er betri. Lennon gerði alltaf persónulegri lög heldur en McCartney, Paul söng oft um ástina á meðan Lennon söng um örlögin.
Margar sögur hafa verið sagðar af þeim eftir að bítlarnir hætti og þrátt fyrir að sumir segja að þeir tveir hefðu verið óvinir þá er það örugglega rangt. Megi minning þeirra lifa.