Það er satt að Hot Space er talin sú slakasta af öllum Queen plötunum. Reyndar segja flestir að allar þessar plötur í miðjunni á ferlinum séu ekkert góðar en þegar maður fer að pæla í því.. þá er flest lög af Greatest hits plötunum þremur frá þessu tímabili! The Works hefur t.d. aldrei verið talin með einni af bestu Queen plötunum en á henni eru mörg lög sem náð hafa miklum vinsældum út um allan heim: Radio Ga Ga, I Want To Break Free, Hammer To Fall og It's A Hard World.. en þegar þú pælir í Queen II sem er, að mati flestra Queen aðdáenda, sú besta af öllum plötunum þeirra.. þá er bara eitt lag sem náði einhverjum rosalegum vinsældum, að ég held.. eða þ.e.a.s. Seven Seas Of Rhye.. en þetta er bara mín skoðun.
Kannski ruglar það mann bara að á þessum “miðjuplötum” eru ótrúlega góð lög - og ótrúlega slæm lög.. en á þeim “betri” eru öll lögin frekar jöfn og góð :)
Bara pæling..
Shadows will never see the sun