Sko ég var að skoða gamla korka og svona og sá kork þar sem að Ragnarr var að koma með frekar sniðuga hugmynd þessi korkur er hérna.
http://www.hugi.is/gulloldin/threads.php?page=view&contentId=2834101
Og já það sem að ég var að spá er á þessi hugmynd að verða að veruleika einhvern tímann eða?
Það væri nefnilega mjög gaman ef að svo yrði því að það er fullt af fólki sem er bara að hlusta á 1 eða 2 hljómsveitir frá gullöldinni og er að leita sér að nýjum hlutum til þess að hlusta á og uppgötva!
Svo líka eitt enn þegar ég var að skoða þessa gömlu korka þá sá ég eitt, dagsetningarnar á korkunum það var nefnilega helling af korkum sem að komu sama dag og oftast komu 4 til 5 korkar á dag og greinarnar hrundu hreinlega inn!!!
Þess vegna spyr ég hvað hefur eiginlega gerst?
Er þetta áhugamál byrjað að dala svona mikið eða?
Það hefur allaveganna eitthvað gerst því að núna kemur oftast 1 korkur á dag eða 1 korkur annanhvern dag plús það að það koma ekki jafnmiklar greinar og voru að koma í vetur og vor!!
Ástarkv. Huy