Á þessum degi, 3. júlí, árið 1971 fannst Jim Morrison látinn á heimili sínu í París í baðkarinu sínu. Talið er að hann hafi dáið úr of stórum skammti eiturlyfja en það hefur aldrei verið sannað almennilega þar sem líkið var ekki sennt til krufningar. Í dag eru 35 ár frá þeim degi.
Jim Morrison var söngvari amerísku sveitarinnar The Doors sem starfaði á árunum 1965 til 1973 og flestir á þessu áhugamáli ættu að þekkja eitthvað með þeim.