Lok Gullaldarinnar miðast ekki við það að einhver einstakur tónlistarmaður deyji eða hljómsveit hætti. Ef þú ætlar að gera það getur þú alveg eins sagt að Gullöldin sé ennþá (sem sumir halda greinilega) sem væri náttúrulega alveg fáránlegt. Það virðast frekar margir ekki skilja hvað Gullöldin er, Gullöldin er tímabil sem náði yfir nokkra áratugi og er skilgreind sem ein heild vegna þess að á þeim tíma giltu svipaðar hugmyndir og tíska hjá tónlistarmönnum og fólki. Upphaf og lok Gullaldarinnar byggjast semsagt rétt eins og öll önnur tímabil á breytingum. Þessvegna eru lok 8. áratugarins og upphaf þess 9. skilgreind sem lok Gullaldarinnar, vegna þess að þá fór tónlistin og tískan að breytast og nýjar hugmyndir að koma fram. Meira að segja ef við ætlum að vera ennþá nákvæmari væri rétt að segja að Gullöldinni hefði lokið um miðjan 7. áratuginn vegna þess að þá var það sem tónlistin byrjaði fyrst að breytast. Þess vegna væri réttast að segja að hin eina sanna Gullöld næði bara yfir rétt svo 10 ár. Gullöldinni er lokið og það að segja að hún sé ennþá vegna þess að sumir tónlistarmenn sem tóku þátt í henni séu ennþá starfandi er bara vitleisa, þó að menn fari aftur að gera myndir í Film-Noir stíl þýðir ekki að það tímabil sé komið aftur eins er það með Gullöldina.
P.S. Þetta svar er ekki eingöngu beint til þín þó að ég hafi svarað þér.