Það er ekki nokkur skapaðu tilgangur með þessari blessuðu triviu. Ég fékk að eins 3 svör, í rauninni bara tvö innan við tímamarkanna en ég ætla að leyfa Clash að fljóta með svo að maður nái nú að útnefna þrjú sæti. En í alvöru að þá ætti bara að hætta þessu ef þáttáka fer ekki að batna. Ég viðurkenni það að hún var nokkuð strembin þessi en ég veit lík að það eru fullt af tónlistarbesservisserum hér og bjóst því við fleiri svörum. Þetta er skammarlegt.
Þeir þrír sem tóku þátt eru puffman, oriley og clash og dreifist stigagjöfin þannig:
1. oriley meða 12 stig
2. clash með 8 stig
3. puffman með 1 stig
En hér koma svörin:
1. Það var vissulega David Gilmour
2. Battersea Orkuverið stendur framan á plötuumslaginu á Animals
3. Aðalsprautur Love eru Brian MacLean og Arthur Lee
4. Hljómsveitin sem túraði með Dylan 75-76 var ekki The Band eins og allir þáttakendur giskuðu á (Tha Band túraði hins vegar með Dylan 10 árum áður) heldur var það samansafn tónlistarmanna sem kusu að kalla sig Rolling Thunder Revue.
5. Það er Peter, Paul and Mary sem skipta samnefnda hljómsveit.
6. Booker T. Jones og William Bell sömdu lagið Born Under A Bad Sign
7.Roy Wood varí mörgum hljómsveitum en þar ber hæst að nefna The Move, ELO og Wizzard.
8. Staðurinn sem Bítlarnir héldu svo mikið upp á heitir Rishikesh, stafsetning getur verið mismunandi.
9. Þetta fræga myndband er við lagið Subterranean Homesick Blues, meðal annars mátti sjá þetta myndband í myndinni No Direction Home sem sýnd var fyrir stuttu á Rúv, einnig er alveg örugglega hægt að finna þetta á google.video eða þannig síðum.
10. Richard Wright hefur aðeins gefið út tvær sólóplötur en þær heita Wet Dreams og Broken China. Hann gaf samt plötu í samstarfi við annan tónlistarmann og kölluðu þeir sig Zee.
Jæja þá er þetta komið. Reynið svo að taka þátt næst.