þessir tónleikar voru alveg æðislegir hvað fannst ykkur um þá? hápunktarnir fannst mér vera þegar Steve Vai og Dweezil tóku solo-in í black page og líka þegar Dweezil stjórnaði bandinu með einhverjum merkjum
Mér fannst vanta Bobby Brown og Muffin Man, var að vona að þeir myndu enda á því :( en annars fannst mér þetta mjög skemmtilegt, endasólóið hjá Terry Bozzio var magnað! Það flotta við hann fannst mér vera að hann er ekki bara með 8 eða 16. parts nótur á fullu á bassatrommuni heldur er hann með stöðugan takt, en ekki bara einfaldar nótur…
Virkilega flott líka þegar þeir tóku Peaches En Regalia :D jú og þetta með handabendingarnar hehe :)
mer fannst þetta snilldartonleikar. mer fannst samt ekki heyrast nogu mikið í steve vai. kannski bara ekki nogu hatt stillt hja honum eða hitt yfirgnæfði smá. :S
Örugglega einir bestu tónleikar sem ég hef farið á. Ég hef aldrei séð jafn frábæra spilamennsku og þarna. Djöfull fannst mér gaman að sjá Terry Bozzio spila, og spila Black Page.
They may take our lives but they'll never take our freedom!
Þetta voru yndislegir tónleikar. Mér fannst þó sérstaklega vanta Steves spanking. Maður vissi að þeir væru með það lag á prógramminu fyrir þennan túr svo það urðu óneitanlega smá vonbrigði að þeir skildu ekki taka það. Svo hefði líka verið frábært hað heyra Help I'm a Rock, en talandi um gamalt efni þá var alveg meiriháttar að fá að heyra þessar gömlu perlur eins og Let's make the water turn black og The idiot bastard son.
veistu! ég er hjartanlega sammála þér. þetta hefði verið miklu þæginlegra í laugardalshöll. mer fannst hljodgæðin ekki það góð þarna. aðeins og öflugar græjur fyrir svona lítið pláss :P
(eg veit eg er pussy og þoli illa hávaða),
en þetta var þessi virði að sjá STEVE VAI ! mig langar bara að spóla aftur í tímann og virða manninn betur fyrir mer!
Come on, bestu tónleikar aldarinnar og þið eruð að röfla um húsnæði. Ég hefði verið sáttur við að sjá þetta í bílskúr, eins lengi og ég hefði séð þetta magnaða tónleika…er enn að jafna mig.
Nei, það er ekki gaman að fara á tónleika í laugardalshöllinni ef hún er nánast tóm, engin stemmning og það er örugglega mjög leiðinlegt að spila fyrir hálftóman sal… Ég er hæstánægður með flutninguna því að ef þetta hefði verið í laugardalshöll hefði ekki verið nein stemmning enda húsið tómt… :/
Þessir tónleikar eru einir af bestu tónleikum sem ég hef farið á, hljómsveitin passaði bara svo vel saman og tónlistin var svo góð að maður flaut bara í gegnum þessa 3 tíma án þess að vita af því. Það var samt svolítið mikið bögg með að þeir sem voru í stæði voru uppi á svölunum en ekki fyrir framan sviðið eins og venjulega.
Mesta snilldin var samt þegar ég og vinur minn byrjuðum að “slamma” og dweezil tók eftir því og sá að vinur minn var í Iron maiden bol, síðan eftir lagið sagði hann eitthvað um að þegar hann sá gaurinn í maiden bolnum og að slamma datt honum bara þetta í hug… og tók byrjunarstefið í The trooper með maiden
Eftir tónleikana samt fóru síðan ég og nokkrir gaurar á bakvið húsið og allt í einu kom dweezil labbandi út og áritaði miðanna okkar og þegar ég hélt að hlutinir gætu ekki orðið betri labbar goðið mitt, Steve vai út og ég fékk hann til að árita miðann minn og backplate-ið af Ibanez jem gítarnum mínum sem ég tók með mér.
jæja! nuna geturður aldrei notað gítarinn þinn aftur!! þú veruðr nuna að setja hann uppá vegg ! vá ég öfunda þig mikið. ólýsanlegt að sjá steve vai með eigin augum, hvað þá í 1 meters fjarðlægð eins og þú :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..