“Telst A Bigger Bang sem gullaldartónlist?”
Er það ekki sjálfsagt mál þar sem að þetta er nýjasta plata Rolling Stones, sem er nú ein stærsta og frægasta Gullaldar hljómsveit allra tíma. Ef A Bigger Bang er ekki Gullaldar plata, þá eru síðustu plötur Stones heldur ekki Gullaldar plötur.
Ef A Bigger Bang er ekki gullaldar plata þá eru plötur eins og The Divison Bell, Perfect Strangers og í raun allar plötur sem komu út eftir u.þ.b 1980… Þannig að hvað, megum við bara tala um Queen plötur post 1970? Frekar heimskuleg könnun enda sjálfsagt mál að fjalla um nýjar plötur frá Gullaldarhljómsveitum. Svo ekki sé talað um að heill hellingur af þessum sveitum gáfu út plötur eftir að þetta svokallaða “Gullaldartímabil” endaði.