Houses of The Holy-Led Zeppelin.
Houses of the Holy er að mínu mati ein besta Led Zeppelin platna (eins og allar aðrar). Hún fimmta plata þessara goðsagnakenndu hljómsveitar. Houses of the Holy var gefin út 23 mars 1973 af Atlantic plötu fyrirtækinu. Lagið Houses of the Holy er ekki að finna á plötunni.
Meðlimir Led Zeppelin:
Jimmy Page gítar
Robert Plant söngur
John Paul Jones bassi
John Bonham trommur
1.The Song Renames the Same (Page/Plant): Gott lag, gítarinn í byrjun flottur og bara gítarinn allan tíman. Laglínan flott. Sólóið er eftirminnilegt og flott eins og Jimmy er lagið. Raddsólóið er flott. Trommurnar eru þéttar og fastar allan tímann.
2.The Rain Song (Page/Plant): Kassagítarinn í byrjun róar mann niður. Röddin flott. Rafmagnsgítarinn spilar í takt við kassagítarinn. Fiðlurnar koma inn og gera lagið þéttara og fjölbreytnara. Svo kemur nokkra mínútna instrumental partur. Söngurinn byrjar svo aftur. Svo kemur meiri kraftur þegar trommurnar koma inn. Svo róast allt niður í lokin.
2. Over the Hills and Far Away(Page/Plant): Gítarinn í byrjun er með flottari kassa gítar riffum í sögu rokksins. Melodian er svo góð að þú færð gæsahúð í hvert sinn sem þú hlustar á hana. Þegar rafmagnsgítarinn og trommurnar koma inn verðuru bara að syngja með. Sólóið er líka geðveikt grípandi. Svo endar það bara rólegur gítar.
3.The Crunge(Bonham/Jones/Page/Pant):Byrjar trommur og svo kemur bassinn og gítarinn. Eftir það kemur söngurinn inn með flotta laglínu. Orgelið kemur svo með tvö breik. Gítarinn heldur áfram sá sami. Orgelið kemur og fer.
4.Dancing Days(Page/Plant):Það byrjar með flottu riffi og þéttum trommuleik. Laglínan er flott allan tíman. Sólóið undir söngnum gerir mikið fyrir lagið. Byrjunar riffið er alltaf að koma aftur í milli spilum
5.D’yer Mak’er(Bonham/Jones/Page/Plant): Þette lag er flott reggie lag. Ekki í Led Zeppelin stílnum. Textin er kannski ekki fjölbreyttur en gott lag samt.
6.No Quarter(Jones/Page/Palnt):Byrjar með orgeli stefi, að mínu mati flott stef. Svo koma trommur og gítar inn með flottu riffi en orgelið heldur áfram. Svo kemur röddin inn með einhverjum effect. Orgel og píanó milispil og í kjölfarinu á því kemur flott sóló. Endar svo með trommum og látum
The Ocean( Bonham Jones Page Plant) Flott Byrjun og laglínan flott laglína, flott riff og þéttar trommur.
En í heildina er þetta snilldar meistaraverk sem allir tónlistarunendur ættu að eignast