Hér kemur stutt ,,frásögn´´ af laginu Good Times Bad Times með Led Zeppelin.
Frásögn:
Good times bad times er að mínu mati eitt besta lag hljómsveitarinnar Led Zeppelin og er af fyrstu plötu þeirra, Led Zeppelin. Lagið byrjar með tveimur slögum á gítarinn frá Jimmy Page og trommu breikum frá Johnn Bonham það gerist x5. Svo eftir það þá byrjar Robert Plant að syngja en nýtt riff byrjar. Þegar þessi kafli er búinn kemur viðlagið, A dúr í D dúr og aftur A í D svo fer það B dúr í E dúr og aftur B í D. Eftir viðlagið kemur bassa breik frá John Paul Jones. Svo kemur milli kafli sem er ólíkur öllum öðrum köflum. Í honum er flott riff frá Page og Plant syngur. Eftir þennan millikafla kemur viðlagið sem er öðruvísi en hin viðlögin en það er B dúr í E dúr og aftur B í E svo er það C dúr í Fís dúr og aftur C í Fís. Eftir viðlag númer tvö kemur annað bassa breik sem er öðruvísi en fyrra bassa breikið. Svo kemur sólóið og er fram að viðlagi sem er eins og fyrsta viðlagið A í D o.s f. Svo er það seinasti kaflinn þá er það nokkurskonar Em pentatonic sóló, byrjunar riffið og söngur og þannig endar svo lagið.
Ef ég er að gera einhverja vitleysu leiðrétti mig bara