Ég verð nú eiginlega að verða ósammála þér, The Clash er Pönkhljómsveit og pönkið var nokkurs konar uppreisn gegn því sem hafði verið að gera áður fyrr. Pönkið varð til að stórum hluta vegna þess að fólk var einfaldlega orðið þreytt á öllum þessum útúrsýrðu 15 mínútna gítarsólóum og furðulegum textum og vildi einfaldlega komast aftur í einfaldleikann sem hafði átt sér stað í upphafi rokksins. Þ.e.a.s. einfaldur texti, stöðugur taktur og einfaldar laglínur. En ef við hugsum um þetta þannig að Pönkinu svipar með 50's rokkinu þá væri hægt að segja að það sé Gullöld en því miður er það sem stendur að það virðist enginn einu sinni hugsa um þetta gamla rokk eins og Chuck Berry, Jerry Lee, Little Richard, Bill Haley ofl. á meðan sömu myndirnar af Led Zeppelin, John Lennon, The Doors ofl. eru sendar inn aftur og aftur.