Ég er ekki trommari. Ég pæli ekki í tækni. Ég er hinsvegar mikið inní tónlist og pæli hvernig takturinn hljómar og hvort það er svona “groove” í því. Svo er alltaf einhver að segja mér að þessi og þessi sé ekki með nógu góða tækni. Og sumir hlusta á gítarsóló sem er ekkert nema góð tækni en léleg tónlist, og finnst það flottast … Ég skil það ekki …
Freddie Mercury var með lélegri tækni á píanó en 12 ára börn á Íslandi, samt er hann talinn frábær píanóleikari.