hvað finnst fólki um nýju plötuna hans Jerry Lee Lewis sem allir þekkja sem eitt stærsta rokk goð sögunnar.
platan verður víst kölluð redemption og á að gefa hana út í september á þessu ári. hann mun spila með mörgum frægum tónlistarmönnum.
T.d. mun hann taka dúet með Mick Jagger og mun Ron Wood spila á slide gítar. Hann mun einnig taka Duet með John Fogerty og Willie Nelson og Kris Kristofferson og fleirum. Og svo munu menn eins og Jimmy Page, B.B. King og Eric Clapton spila á gítar á einhverjum lögum þarna og svo tekur hann jú líka dúet með Keith Richards.
Þetta verður heldur betur stjörnum prýdd plata.
Þið getið fengið fleiri upplýsingar um þessa plötu á heimasíðu guttans… http://www.jerryleelewis.nl/en/NewAlbum.htm
allavega er þetta nokk spennandi enda karlinn orðinn dáldið gamall, en hann er nú samt ennþá rokkandi á fullu og heldur hann tónleika í Þýskalandi í kvöld.
Myndi maður nú ekki kíkja ef hann léti sjá sig hér á landi :)