ég er á sama máli og fyrri ræðumaður, það eru til hellingur af góðum lögum, öll góð sem ég hef heyrt, t.d. Sympathy, Brown Sugar, Angie, get off my cloud, Start me up og fleiri, en ég mundi bara fá mér Forty Licks, það er best
Eyes down, round and round, let's all sit and watch the moneygoround.
Ég mundi hiklaust fá mér Exile On Main St., ég fékk mér hana um daginn og þetta er bara besta Stonesplatan (af þeim sem ég á) og bara ein besta plata sem ég hef heyrt lengi, hún er ofboðslega blúsuð og flott.
Annars mæli ég bara með 40 licks, þó að á henni séu nokkur lög frá leiðinlegri tíma stones, þessu 80's drasli, lög eins og Undercover of the night og Shattered, ekki alveg að gera sig hjá mér.
Ég hef lengi ætlað að fá mér Exile on main st. en er hún mjög blúsuð? Er nefninlega ekki allveg að digga blúsinn hjá stóns. Er meira í Decembers Children og Aftermath.
Hún er svakalega góð, hún er náttúrulega mjög löng alveg heil 18 lög þannig að það er pottþétt eitthvað við allra hæfi á henni, en allavega við fyrstu hlustun þá heyrðist mér hún vera soldið blúsið, lög eins og Sweet Virgina (besta lagið) og Ventilator Blues eru blúsuð. En þetta er náttúrulega allt rokklög en bara sum eru blúsaðri en önnur, þetta er engin B.b. King plata, þetta er Stones. Ég mundi bara skella mér á hana eða allavega reyna að fá hana lánaða, kannski hjá vini eða á bókasöfnum og hlusta á hana, eða fá að testa hana í skífunni ef svo ólíklega vildi til að þú fyndir hana þar, eða hjá Valda hann leyfir fólki alltaf að testa plöturnar. Hver veit nema að þú verðir alveg heillaður af blúsnum?
Þannig séð er eitthvað til í þessu hjá þér… Exile on Main Street er plata sem flestir Stones aðdáendur myndu setja í topp 3 hjá sér en það er samt eitthvað sem segja skal um seinni hluta plötunnar sem er arfa slappur miðað við hinn fyrri.
Tumbling Dice, Sweet Virginia og Rocks Off eru t.d. allt stórkostleg lög og Happy og Shine a Light eru svo “the best of the bunch”.
Ventilator Blues er líka óendanlega kúl… alminnilegt blús “bad-boy” lag ;)
En svo eru lög eins og Sweet Black Angel og Just Wanna See his Face sem eru beint út léleg.
Svo er vænn biti af plötunni sem er bara “meðal” efni.
Ef að þú heldur uppá þessu plötu fyrir að vera blúsuð þá verðurðu að fá þér Beggars Banquet. Ekki bara besta plata sveitarinnar, heldur einhver flottustu Blús rokk lög allra tíma. Flest öll lögin eru svona róleg “hard and gritty” blús lög.. alvöru hrátt stuff og bara.. váá. Lög eins og Sympathy for the Devil, No Expectations on Salt of the Earth og Street Fighting Man, þetta eru allt svaka, svaka lög.
Prodigal Son og Stray Cat Blues eru svo óendanlega töff og eru einmitt svona “Bad Boy” lög rétt eins og Ventilator Blues.
Já Beggars Banquet er einmitt næst á listanum hjá mér.
Ég hef nú ekki legið yfir henni, en já það er kannski rétt hjá þér, þeir hefðu kannski geta rakað nokkur lög af og haft hana þá styttri en um leið skotheldari. Svona eins og með hvíta albúm bítlana.
Já einmitt, það hefði mátt klippa aðeins af toppnum. Samt þétt og góð plata :)
Beggars Banquet er samt ein af þessum plötum sem ég get hlustað á daginn inn og daginn út. Hrátt og svakalegt gítar spilið hjá Keith… Yndislegt! Hef í mörg ár talið þessa þá allra, allra bestu.
En eitthvað skal þó segja um að lang flestar plöturnar þeirra eru í versta lagi sæmilegar -_- Þ.e.a.s ég get hlustað á þær allar, sumar verri en aðrar jú. Reyndar er ég duglegur að halda mig frá plötum eins og Dirty Work og Steel Wheels.
Málið er að ég vill hráa blúsaða Stones efnið. Og þess vegna ligg ég aðalega í plötum eins og Beggars Banquet. Svo er ég einmitt afar ánægður með A Bigger Bang því að hún er nokkuð lík eldra efni frá þeim :)
Ég er svosem þannig séð alæta á flest allt Stones en ég er mest hrifinn af hráa blúsaða efninu :)
OG já, A Bigger Bang var ótrúlega góð. Í raun miklu miklu betri en ég hafði látið mig dreyma um. Sennilega besta platan þeirra í meira en 20 ár. Ef satt skal segja, besta platan þeirra síðan Some Girls.
Jaa ég get nú lítið sagt um það þar sem ég á nú bara tiltölulega fáar Stones plötur, ég á: Let It Bleed, A Bigger Bang, Exile On Main St., Goats Head Soup og Forty Licks (er reyndar búinn að týna disk 2) En mér finnst Bigger Bang mjög góð, var fyrsta platan sem ég fékk mér með þeim og er reyndar komin með svolitla leið á henni núna en maður hlustar ennþá á bestu lögin, eins og It wont be long, Back of my hand og Oh no not you again.
Já ég stefni á að kaupa þessar plötur eitthvern tíman, en maður hefur takmörkuð fjárráð og kannski aðrar hljómsveitir eða plötur sem ganga fyrir, en ef ég finn Beggars Banquet þá skelli maður sér á hana, það er bara ekki neitt til í Skífuni, allavega ekki í Smáralind. Þar eru svona 5 stykki af 12x5 eða Dirty Work eða eitthvað en ekkert af þessum þekktari.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..