Mig langaði til að senda inn eina stutta grein um Eric Clapton. Ég vil taka það fram að ég notaði engar heimildir fyrir þessa ritgerð, bara skrifaði eithvað sem ég man um hann.
Vonandi lifnar þetta áhugamál við.
Eric Clapton byrjaði í hljómsveitinni The Yardbirds sem Jimmy Page og Jeff Beck spiluðu líka með seinna. Hann hætti í henni því honum fannst þeir spila of mikila pop tónlist.
Hann spilaði á plötu með John Mayall and the Blues Breakers en gekk svo til liðs við Cream, fyrstu ofurhljómsveit Bretlands. Það sem einkenndi hljómsveitina var að allir sem í henni störfuðu voru þegar orðnir vel þekktir. Má þar nefna bassaleikarann Jack Bruce og trommuleikarann Ginger Baker.
Þegar vistinni í Cream lauk starfaði hann með Blind Faith og svo Deric and the Dominos. Með þeim síðastnefndu tók hann upp plötuna Layla and Other Assorted Love Songs. Þar spilaði spilað hann með gítar leikara Allaman Brothers Band, Duane Allman.
Eftir það hóf Clapton sólóferill sem gítarleikari. Hann hefur gefið út marga diska. Núna nýlega gaf hann út diskinn Back Home.
Clapton átti um nokkurra ára skeið í vanda vegna vímuefnaneyslu. Honum tókst þó að venja sig af því og er nú bindismaður.