Í dag eru liðin 7 ár síðan söngkonan Dusty Springfield lést úr brjóstakrabbameini.
Dusty var greind með brjóstakrabbamein árið 1994, skömmu eftir að platan hennar “A Very Fine Love” var gefin út. Hún hætti þá í tónlistinni um skamman tíma, og krabbameinið fór alveg.
Þegar hún var að undirbúa alveg svaðalegt “come back” með The Pet Shop Boys, kom krabbameinið aftur. Dusty tapaði baráttunni við sjúkdóminn 3. mars árið 1999, sama dag og hún fékk OBE-orðuna. Hún var þó svo veik á sjúkrahúsi að hún gat ekki mætt á afhendinguna, en umboðsmaður hennar fékk að sækja orðuna áður en afhendingin var og fara með hana til hennar á sjúkrahúsið. 10 dögum eftir lát hennar var hún “inducted” inn í The Rock and Roll Hall of Fame.
Jarðarförin hennar er ein sú stærsta í sögu London, en það voru 300 manns sem mættu í hana, og þúsundir stóðu fyrir utan og fylgdust með. Í jarðaförinni sagði nágranni hennar að hún hefði aldrei sagt “Why me?”, heldur barðist hún bara við sjúkdóminn með sinni bestu getu og öllum sínum styrk. Það var barátta sem hún tapaði. En minning hennar og tónlist lifir ennþá.
Guð blessi hana. Hún er svo sannarlega besta tónlistakona allra tíma.