Flautuleikarinn, söngvarinn og lagasmiðurinn Ian Anderson, sem fór fyrir bresku sveitinni Jethro Tull, leikur á stórtónleikum í Laugardalshöll þriðjudaginn 23. maí, ásamt hljómsveit og meðlimum úr Reykjavík Sessions Chamber Orchestra.

Þetta er í annað sinn sem Ian Anderson heldur tónleika hér á landi en Jethro Tull kom hingað til lands árið 1992 og lék fyrir fullu húsi á Akranesi. Ian Anderson stofnaði Jethro Tull í London árið 1968 og er víða þekktur sem maðurinn sem kynnti þverflautuna fyrir rokkinu.

Nánar er fjallað um Anderson í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
________
http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1184749
Byrði betri