Eru einhverjir hér sem hlusta á Genesis? Hvað finnst ykkur best með þeim? Allavega, ég mæli með að fólk kíki á þá, stórgóð hljómsveit, þó hún hæfi nú ekki alveg allra smekk.
Ég á 3 diska með þeim held ég, hef samt bara hlustað á Selling England By The Pound og verð að segja að ég fíla bara fyrsta og seinasta lagið :o. Eins og þú segir þá er þetta ekki allara, mjög spes tónlist.
En svona til að vera kúl þá langar mér að bæta við að ég á þá á vinyl líka :Þ
Ég er meira hrifinn af árunum ‘67 - ’80 hjá Genesis en eftir ‘80 urðu þeir meira mainstream og hættu eiginlega í progginu þar sem sú tónlistarstefna var dauð, samt eiga þeir eitt og eitt gott lag eftir ’80. En hvaða plötur eru bestar þá hef ég mest verið að hlusta á Selling England By The Pound annars á ég erfitt að gera upp á milli.
Á eina plötu með þeim, The Lamb Lies Down On Braodway. Góð plata. Meðal uppáhaldslaganna minna þar eru Fly on a Windshield/Broadway Melody of 1974 og The Carpet Crawlers. Held líka mikið upp á Dancing Out With the Moonlit Night af Selling England By The Pound. Svo fíla ég I Can't Dance af plötunni We Can't Dance mjög vel líka.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..