Sko, málið er (og nú held ég alveg örugglega að ég fari með rétt mál) að upprunalegi textinn (og þar með stúdíóútgáfa lagsins) innihélt orðin “kiss the sky”. Aftur á móti hljómar þessir “textabútar” nánast nákvæmlega eins þegar farið er með þá og því lítið mál að mistúlka textann, eins og margir aðdáendur/áheyrendur einmitt gerðu. Hendrix hefur auðvitað fengið veður af þessu, og haft gaman af. Þá eru dæmi um það að hann hafi gengið skrefinu lengra og bent á hljómsveitarfélaga sinn, Noel Redding, einmitt á því augnabliki sem hann syngur “kiss the sky/kiss this guy” á tónleikum hljómsveitarinnar. Hann átti það auk þess til að ganga bara upp að honum (Redding) og þykjast kyssa hann. Þannig að til þess að svara könnuninni þarf eiginlega að taka fram hvort átt er við stúdíóútgáfu lagsins eða live útgáfur.
Bara minn túkall.