Um áramót aðlar Elísabet II Englandsdrottning og slær til riddara af ýmsum gerðum þá sem þykja hafa skarað fram úr á einhvern hátt. Að þessu sinni mun söngvarinn Tom Jones verða aðlaður og verður kallaður Sir Tom Jones héreftir. Einnig fékk hann OBE-verðlaunin árið 1999.
Sir Thomas Jones Woodward fæddist í Pontypridd í Wales og hóf söngferil sinn þegar hann var þriggja ára. Hann hefur átt mörg lög sem hafa náð efsta sæti á vinsældarlistum allt frá árinu 1963 þegar hann sló í gegn með laginu „It's Not Unusual“ önnur lög sem hann hefur slegið í gegn með eru m.a. „What's New Pussycat,” „Green Green Grass of Home,“ „Help Yourself,” „She's a Lady,“ „Never Fall in Love Again,” „Sex Bomb“ og „Leave Your Hat On.”
Gott hjá honum..