Mér finnst alveg vanta umræður um gullaldartónlistarkonur á þessu áhugamáli. Eina konan sem minnst er á þessu áhugmáli er Yoko Ono, og þá er yfirleitt ekki verið að tala vel um hana.
Hvaða gullaldartónlistarkonur (vá, hvað þetta hljómar fáránlega) eru þið að hlusta? Ef þið hlustið þá á einhverjar.
Sjálf er ég að hlusta á Dolly Parton og Dusty Springfield. Ég er búin að reyna að finna eitthvað efni með Karen Carpenter, en leitin gengur eitthvað illa. Ef þið vitið um einhverjar síður með tónlistinni hennar, þá megið þið endilega láta mig vita.