Gaman að rekast á þetta viðtal við kallinn. Ray er að mínu mati sannur tónlistarmaður enda oft sagt að hann héldi bandinu hvað mest saman. Samband hans við Jim var alltaf gott sem og við John og Robby. Einnig var sagt um doors að hjómsveitin væri eins og fjórir aðskildir hlutir, að vinna að sama verkefninu. Ein að mínum uppáhalds-senum með þeim og Ray sérstaklega er upptaka í New York 1 maí 1969 í CBS hljóðverinu þar sem þeir spiluðu “Built me a woman” blúsin svo snilldarlega, ásamt fleiri lögum. Þar er bandið í raun í essinu sínu ef svo má segja, spilandi blús með rokk og jazz ívafi. Jim sagði einhvern tíman að the doors væri “hvíta blúsbandið”. Snilld er líka að horfa á hvernig Robby meðhöndlar gítarinn þar. Ótrúlegur talent á gítar. Annars hætti ég nú enda gæti ég svo sem skrifað endalaust hér enda mikill áhugamaður um sveitina til margra ára. Eins og Jim orðaði það í laginu “someday soon” "and I hate to remind you but you´re going to die.