Samt mjög erfitt að segja því þróun platna Rolling stones var svolítið sérstök. Fyrstu plöturnar voru fullar af ungæðislegri orku en takmörkuðum lagasmíðum en með hverri plötu bötnuðu lagasmíðarnar en krafturinn hjaðnaði, svo að plöturnar urðu ekkert betri, hlutfallið milli þessa tveggja þátta snérist bara við.
Allar plötur Stones frá 64-72 eru þess virði að kaupa fyrir utan kannski 12x5 og December´s children…
Rolling Stones hafa prufað svo ótrúlega margar tegundir af rokki. Allt frá Blús yfir í Popp. Og má hver fyrir sig deila um hvar mesta kraftinn er að finna.
Þó verða menn að vera sammála því að Blús-Rokk lögin þeirra eru það sem þeir eru vinsælastir fyrir. Enda hrá og “hörð” lög, jafnvel þótt mörg af þeim voru Cover lög.
Allar plötur Stones frá 64-72 eru þess virði að kaupa
Þetta er alveg hárrétt. Ef þú ferð útí önnur tímabil ættirðu að velja úr það besta. Reyndar þar sem að ég er hálfgerður Stones aðdáandi þá hef ég alltaf lúmskt gaman af þeim. En já, 64-72 var vissulega Gullaldar tíminn þeirra. Enda á þessum tíma komu, að mínu mati, 4 bestu plötur sveitarinnar frá upphafi.
Hehehe… Það vantar samt helling af góðum lögum á þann disk. Skiljanlegt, erfitt fyrir svona hljómsveit að gera Best Of Disk. “80 Licks” hefði kannski dugað :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..