jæja sjáið þetta..;) en þetta var í Morgunblaðinu..;)
Queen betri en Bítlarnir
Hljómsveitin Queen hefur slegið sjálfum Bítlunum við sem farsælasta sveit Bretlandseyja og er nú skráð sem slík í Heimsmetabók Guinness. Mælistikan er fjöldi vikna á breska vinsældalistanum en þar hefur Queen setið í samtals 1322 vikur frá því að fyrsta plata sveitarinnar, Queen, kom út árið 1973.
Bítlarnir eru þó ekki langt undan en plötur þeirra hafa setið í samtals 1293 vikur á listanum. Þar á eftir kemur sjálfur konungur rokksins, Elvis Presley, með 1280 vikur á listanum.
Þegar litið er til þess að saga Queen er mun styttri en bæði Bítlanna og Elvis og að söngvari sveitarinnar, Freddy Mercury, lést árið 1991, er þessi árangur sérstaklega merkilegur.
Breski breiðskífulistinn
Queen (1322 vikur)
Bítlarnir (1293 vikur)
Elvis Presley (1280 vikur)
U2 (1150 vikur)
Dire Straits (1236 vikur)
Simon and Garfunkel
(1114 vikur)
Madonna (1032 vikur)
David Bowie (1005 vikur)
Elton John (989 vikur)
Michael Jackson (966 vikur)
jamm ég er nú bara fullkomlega sátt við þetta..:D