Að mínu mati fjaraði hinn mikli kraftur The Rolling Stones snarlega út eftir plötuna ‘Exile On Main Street’ (1972) eftir að hafa náð hámarki á árunum 1968-72. Á þessum árum voru þeir virkilega scary góðir í orðsins fyllstu merkingu. Það er í alvörunni einhver skuggaleg ára yfir mörgum (flestum?) lögum þeirra frá þessum tíma! Nánast allt sem á eftir kom bliknar í samanburði, og maður finnur að eitthvað vantar….
Lög eins og “Jumpin' Jack Flash”, “Street Fighting Man”, “Brown Sugar”, “Live With Me”, “Can't You Hear Me Knockin'”, “Sister Morphine”, “Bitch”, “Midnight Rambler” af 1970 live-plötunni, “Rocks Off”, “Stray Cat Blues” og sérstaklega “SYMPATHY FOR THE DEVIL” og “GIMME SHELTER” eru bara alveg drullumögnuð lög!!!
En eins ljótir og “djöfullegir” og þeir voru í mörgum þessum lögum og textum, þá voru þarna inn á milli líka “fallegri” lög eins og “Salt Of The Earth” og “You Can't Always Get What You Want”.
Þeir gerðu nú eitthvað gott eftir þetta og fullt af frábæru stöffi frá 1964-1967, en í mínum huga (og margra!) stendur þetta tímabil í sögu The Rolling Stones algjörlega upp úr. Algjörlega einstakt!