Ég er nokkuð míkill “ Bítla-Fan” og finnst gaman að velta fyrir mér afhverju sum lögin urðu svona mun frægari en önnur. T.d hvað Yesterday varð frægt en ekki önnur, en hérna koma nokkur af vanmetnustu lögunum að mínu mati.
Engin sérstök röð á þessu hjá mér en hérna er þetta.
Glass Onion – Kemur mér alltaf í gott skap.
For No One – Mjög fallegt lag.
Mother Nature’s Son – Finnst þetta eitt af vanmetnustu lögum sem gefin hafa verið út.
I’m Looking Trough you – Þetta lag grípur mig alltaf.
And Your Bird Can Sing – Harrison fer á kostum í þessu lagi á gítarnum…
You’ve got to Hide Your Love Away – Dæmigert Bítlalag, en eingu að síður frábær texti
A Day in the Life – Snilld, bara að hugsa sér að nokkrum lifandi manni dettur í hug að semja lag á þennann hátt.
Across The Universe – Frábært lag hvernig sem litið er á það.
Norwegian Wood – Skemmtilegt spil í þessu lagi, og vel gert.
Taxman – Eitt lagið í viðbót af Revolver, en þetta fékk þó töluverða athygli aðalega vegna textans, en finnst mjög gaman að hlusta á þetta án þess að spá í textanum og hlusta einungis á hljóðfæraleikinn.
The End – Set þetta lag í rauninni afþví að þarna skín Ringo, sýnir að hann var vanmetinn snillingur :D
En veit að ég er að gleyma 2 lögum, endilega reynið að hressa uppá minnið hjá mér.