Ástæðan fyrir þessum tónleikum er að Dúndurfréttir eru 10 ára í þessum mánuði. Pétur og Matti sátu fyrir 10 árum inná Gauk á stöng og langaði til þess að skrifa á sig bjór á barnum og ákváðu því að stofna hljómsveit. Þannig varð Dúndurfréttir til! Óli var svo fyrsti trommarinn sem þeir þekktu sem gekk inn á Gaukinn og þeir spurðu hann hvort að hann vildi vera með… ekkert flóknara en það!
Tónleikarnir verða fjórir talsins:
Þriðjudaginn 25. október taka Dúndurfréttir bara fyrir Pink Floyd og verða fyrri tónleikarnir klukkan 20:00 og þeir seinni 22:30.
Fimmtudaginn 27. október taka Dúndurfréttir Led Zeppelin, Deep Purple og Uriah Heep fyrir og verða fyrri tónleikarnir klukkan 20:00 og þeir seinni 22:30.
Tónleikarnir verða í Austurbæ (Snorrabraut) og það verður líklegast hægt að fá miða á vefnum: www.midi.is (en ég mun staðfesta það þegar líður á vikuna).
Verð á tónleikana verður um 2500 kall.
Tekið af
http://dundurfrettir.blogspot.com/