
Ég hef alltaf litið á Elton sem einhvern vælukjóa, en mér hefur skjátlast svo hrapalega. Bæði var ég að komast að því að hann er vinsælasti sólórokkari veraldar á eftir Elvis Presley, en er þó löngu búinn að slá Elvis út í fjölda vinsællra laga og fjölda ára í bransanum. Það eru margir sem halda því fram að hann sé ekki í 1.sæti einungis vegna þess að hann er hommi.
En það sem ég vildi benda fólki á er það að vera ekki með svona fordóma eins og ég og gefa kallinum séns. Hann hefur samið í kringum 600 lög(þar af hafa nokkur hundruð komist á topp 10 lista um allan heim). Hann hefur gefið út meira en 60 breiðskífur, á mest seldu smáskífu allra tíma. Og þó hann hafi róast og poppast með árunum, þá er kallinn : ROKKARI!!!
Ég held svei mér þá að ég sé að verða adáandi hans, merkilegt miðað við hvaða álit ég hafði á þessum athyglissjúka homma!
Ps. Ghetto Gospel…..lagið með Elton sem er mixað inn í lagið heitir Indian Sunset og er af plötunni Madman Across the water frá 1970 og eitthvað.!