Að hlusta á Pink Floyd er ekkert auðvelt, og þú kemst allra síst inní þá ef að þú downloadar bara “einhverjum” lögum af netinu, þessi hljómsveit einfaldlega virkar ekki þannig. Margar aðrar hljómsveitir geta það, einfaldlega afþví að þeira lög geta “meikað sens” þegar maður heyrir þau í stykkja tali.
Pink Floyd sömdu hinsvegar ekki lög, þeir sömdu plötur. Tökum sem dæmi þessar þekktustu, The Wall, The Dark Side Of The Moon, Animals, Wish You Were Here og fleirri, þessar plötur voru samdar allar sem eitthvað ákveðið “konsept”. Þessar plötur voru ekki gerðar til að ná 1 og 1 lagi á einhverjar top10 popcharts, heldur til að hlustandinn fengi einhverjar u.þ.b. 40-50 mín. af efni, í heilu konsepti, sem að hann gæti notið.
Auðvitað áttu þeir það til að gera slagara, en það var ofast óvart. Another Brick in The Wall part. 2 var tildæmis eitthvað sem að átti bara að falla inní The Wall, þeir bjuggust aldrei við þeim vinsældum sem að lagið átti seinna meir eftir að fagna.
En allavega, ég man líka eftir því að ég fílaði ekki Dark Side fyrr en eftir nokkrar hlustanir. Þetta er einfaldlega ekki tónlist sem að þú getur dottið inní eftir að hafa hlustað á nokkur lög í bakgrunninum á meðan þú ert að pikka inn einhverjar línur á msn, þetta er plata sem þú verður að setja allar þína athygli í.
Ég man persónulega eftir minnu fyrstu alvöru reynslu af Pink Floyd, ég var 13 ára í skíðaferðalagi, var á leiðini heim frá Ítalíu og datt í hug að prófa The Dark Side, bara svona uppá flippið þarsem ég átti eftir nokkrar evrur til að eyða. Fyrst lét þetta rosalega skringilega eyrum í, þetta var bara eitthvað bull!
Ég skildi ekkert í þessu, allt í einu fóru einhverjar klukkar að dingla og læti, þetta var bara eitthvað rugl!
Þannig að diskurinn fylgdi mér heim þarsem að hann lá í nokkrar vikur í dvala, þangað til að ég fermdist síðan seinna nokkrum vikum eftir kaup mín á The Dark Side. Í fermingargjöf fékk ég síðan þessar fínu græjur sem að átti seinna meir eftir að leyfa hljómum þessar hljómsveitar að njóta sín í fullum gæðum og þá fyrst fóru boltarnir að rúlla. Í safnið bættust síðan fleirri þektar plötur þeirra, svo sem The Wall og Wish You Were Here, en allt í allt held ég að ég hafi keypt mér í kringum 11-12 breiðskífur með þeim. Og þá er ég að tala um KEYPT, ekki downloadað! Það er einfaldlega allt annar hlutur að downloada tónlist og að kaupa hana.
Það er einhvernveginn mikið auðveldara að detta inní hlutina þegar að maður slekkur á tölvuni (sem er, btw, kveikt á 24/7 hjá mér), setur diskinn í, dimmir ljósinn og hlustar, og svo líka helst að lesa “bókina” sem að fylgir með (þarsem að textarnir eru), þá er svo mikið auðveldara að njóta þessarar hryllilega góðu textasmíðar úr huga Roger Waters, sem að hefur ætið og mun alltaf veri einn fremsti textahöfundur rokksins. (og jafnvel þótt víðar væri leitað)
Og ekki skemmir að brenna svona einsog 1-2 reykelsi á meðan hlustunini stendur, það skapar svo þægilegt andrúmsloft.
Þess má til gamans geta að reykelsis lykt minnir mig alltaf á The Wall. =)
En síðan ég datt inní Pink Floyd, þá hef ég ekki snúið aftur. Í dag elska ég Pink Floyd meira en margt, og þá er mikið sagt þarsem að ég elska marga hluti alveg fjandi mikið.
En síðan getur einfaldlega verið að þú sért bara ekki Floyd týpan, (ég hef samt aldrei kynnst neinum sem að fílar ekki Pink Floyd eftir að hafa hlustað á þá í nokkur skipti), og þá mæli ég bara með því að þú færir þig yfir í eitthvað annað.