hérna kemur þetta bara basic út frá mínu hjarta….. í mínum augum er Ritchie Blackmore dýrlingur !!…sem að Steve Morse á ekkert í þegar að kemur að semja lög, ég reyndar fúslega viðurkenni að Steve Morse sé mikið teknískari, en vá fokk semur Ritchie góð lög eins og Child in time, Burn, Into the Fire og perfect stranger svo einhver séu nefnd.
Þar af leiðandi hika ég ekki við að segja að mér finnist Ritchie betri það var nú líka hann sem að gerði Purple að því sem þeir eru í dag goðsagnir(en þó vissulega á hann ekki allan heiðurinn).
En viðkvæmara mál er solo-in, Steve Morse er ógeðslega hraður og melódískur fjandi sem er án vafa einn besti solo gítarleikari sem maður getur hugsað um, en hey það er til fullt af svona gítarleikurum eins og honum, svo finnst mér að steve mætti nota minna af Pitch Harmonic því mér finnst hann vera farinn að ofnota það eins og zakk wylde :S
Ritchie er nátturlega kóngur tremolo-ins og hann getur gert falleg solo eins og í When a blind man cries, burn og svo óteljandi fleirum lögum.
En í stuttu máli er mín niðurstaða sú að Ritchie
sé betri gítarleikari til þess að verða frægur og meika það, þar sem að hann getur samið svo gott efni, en steve er tæknískari og en ekki meira.
En hey lengi lifi Deep Purple !