Það sem ég átti við með því betri sem listamaðurinn er því færri strokur þarf hann er að góður málari getur málað virkilega góða mynd af bakgarðinum sínum þar sem öll smáatri koma fram, en frábær málari getur málað 2 strik og verið kominn með jafnvel betri mynd.
Yngwie Malmsteen er frábær gítarleikari en lögin hans jafnast þó engan vegin á við Stones - Paint it Black eða Zeppelin - Kashmir, eða bara eitthvað gullaldarlag, sama hve einföld þau eru. Þar liggur munurinn á góðum tónlistamanni og frábærum tónlistamanni.
Ég heyrði kínverja spila á píanó, hann er frægur fyrir að hreyfa hausinn og sýna mikla tilfinningu þegar hann spilar en lagið sem ég heyrði með honum myndaði enga almennilega heild. Það byrjaði á góðum parti sem var síðan skipt í annan góðan part en hljómaði samt allt öðrivísi eins og allt annað lag.
Ég er enganvegin að segja að í dag séu ekki samin frábær lög, Mars Volta finnst mér til dæmis virkilega góðir í gullaldarstíl, en hugsunin að bestu hljóðfærarleikararnir séu bestu tónlistamennirnir virðist vera í algleymingi.
Góðir tónlistamenn er eflaust frábærir hljóðfæraleikarar en þó þeir séu betri hljóðfæraleikarar en frábæru tónlistamennirnir þá er lög frábæru tónlistamannanna alltaf betri.
Mað þarf ekki að vera góður á gítar til að semja góð lög, skilningur er nóg.
ASS