Þetta var algjör snilld! Án efa bestu tónleikar sem ég hef farið á í höllinni og alveg jafn góðir og Metallica tónleikarnir, samt öðruvísi stemning.
Já, Plant var í miklu stuði, röddin i mjög góðu formi og skrokkurinn líka. Bjóst aldrei við að hann tæki Immigrant Song, bjargaði sér svosem með því að blúsa það aðeins, en mér er svosem sama, langt frá því að vera besta lag hans.
Er að hlusta á nýju plötuna hans núna, og hún er að mínu mati það besta sem hann hefur gert á sínum sólóferli. Samt alltaf jafn skrýtið að heyra ný lög í fyrsta skipti á tónleikum, hefði frekar mátt taka lög einsog I'm in the Mood eða Big Log af sólóferli sínum, saknaði Stairway to heaven og margra annarra laga, en það er ekki hægt að biðja um allt.
En allt í allt voru þetta frábærir tónleikar, og kallinn sýndi það að hann býr yfir miklum krafti og sköpunargleði. Kannski að Jimmy Page ætti að fara að taka sér sinn gamla félaga til fyrirmyndar og fara að gera einhverja almennilega hluti….?
PS: Var mjög framarlega, en tók ekki eftir neinum fullum kalli, hinsvegar voru einhverjir strákar á gelgjunni rétt hjá mér, þannig að ég færði mig frá þeim…….þoli ekki fólk sem er pirrandi á tónleikum