Það eru margir sem segjast hafa samið það, það er til síða einhverstaðar þar sem það er farið í þaulana á þessu og allir sem segjast hafa samið það eru nenfdir.
Það voru margir að taka þetta í LA um ‘65, m.a. Byrds og Love. Hljómsveitin Leaves var fyrst til að taka upp rokk útgáfu, sem allt öðru vísi en Hendrix versionið. En textinn er sá sami, en það var reyndar Johnny Echols gítarleikari Love, sem óbeint samdi nokkuð af honum, meðal annars þetta fræga Where you goin’ with that gun in your hand, það var ekki svoleiðis til að byrja með. Þannig var að Love og Byrds voru búin að vera að spila þetta live, og svo kom meðlimur úr Leaves, og spyr hann um textann, þeir vilji taka lagið líka. Echols vissi uppá hár hvað þeir voru að pæla og breytti honum til að fokka í þeim, síðan þá hefur hann verið þannig! T.d. er stúdíó upptaka Love með öðruvísi texta en maður á að venjast. Sem sagt þeim upprunalega.
Annars er lagið í raun orðið ekkert nema þjóðlag, það skiptir engu lengur hver samdi það.
Það var svo hálf akústísk útgáfa Tim Rose sem Hendrix apaði eftir, hans fræga útgáfa er ekkert merkileg að neinu leiti, nema kannski fyrir að vera frægust.
Ef þú ert hrifinn af Hendrix útgáfunni, finndu þá Tim Rose útgáfuna. Hún er miku betri.
“In Russia, notalgia is regarded as an illness. Or at least it used to be. In the good old days.”